Fólk hafi varann á sér

Hræið af ísbirninum, sem skotinn var í dag.
Hræið af ísbirninum, sem skotinn var í dag. mbl.is/Líney

Ekki er úti­lokað að ís­björn­inn, sem var felld­ur í Þistil­f­irði í dag, hafi verið í fylgd með full­orðnu dýri. Íbúar á nær­liggj­andi svæðum eru hvatt­ir til að vera með all­an vara á sérð á ferðum útivið. Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Húsa­vík að dýrið, sem var skotið í dag, hafi verið ungt.

Af ör­ygg­is­ástæðum mun þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar fljúga yfir norðaust­ur­horn lands­ins til leit­ar í fyrra­málið.

Til­kynn­ing lög­regl­unn­ar er eft­ir­far­andi:

„Lög­regl­an í Þing­eyj­ar­sýsl­um og Um­hverf­is­stofn­un vilja vekja at­hygli fólks, einkum í dreif­býli, á Norðaust­ur­landi að vera með all­an vara á sér á ferðum útivið, í ljósi þess að hvíta­björn var felld­ur í Þistil­f­irði í dag. Ljóst er að um ungt dýr var að ræða og ekki er því hægt að úti­loka þann mögu­leika að það hafi verið í fylgd með full­orðnu dýri.

Ákveðið hef­ur verið af ör­ygg­is­ástæðum, að leita úr lofti svæði með strönd­inni á norðaust­ur­horni lands­ins, strax í birt­ingu í fyrra­málið (28. jan). Land­helg­is­gæsl­an hef­ur tekið að sér að ann­ast leitarflugið.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert