Gagnrýna alræðisvald útvarpsstjóra

Páll Magnússon, útvarpsstjóri.
Páll Magnússon, útvarpsstjóri. mbl.is/Árni Sæberg

Útvarps­stjóri Rík­is­út­varps­ins hef­ur nán­ast alræðis­vald varðandi dag­skrá, mannaráðning­ar og stefnu­mót­un, að mati starfs­hóps mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra um al­manna­hlut­verk stof­un­ar­inn­ar. Frétta­blaðið seg­ir frá þessu í dag.

Þykir þetta fyr­ir­komu­lag ólýðræðis­legt og ógagn­sætt og ekki viðeig­andi í fé­lagi sem hafi mik­il­vægt menn­ing­ar- og lýðræðis­hlut­verk og starfar í al­mannaþágu.

Þá gagn­rýn­ir starfs­hóp­ur­inn frétta­lest­ur Páls Magnús­son­ar út­varps­stjóra og tel­ur að hann geti haft áhrif á trú­verðug­leika frétt­anna. Helg­ast það af mik­il­vægi hlut­verks út­varps­stjóra í hags­muna­gæslu fyr­ir RÚV, meðal ann­ars gagn­vart stjórn­mála­mönn­um og keppi­naut­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert