Gagnrýna alræðisvald útvarpsstjóra

Páll Magnússon, útvarpsstjóri.
Páll Magnússon, útvarpsstjóri. mbl.is/Árni Sæberg

Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins hefur nánast alræðisvald varðandi dagskrá, mannaráðningar og stefnumótun, að mati starfshóps mennta- og menningarmálaráðherra um almannahlutverk stofunarinnar. Fréttablaðið segir frá þessu í dag.

Þykir þetta fyrirkomulag ólýðræðislegt og ógagnsætt og ekki viðeigandi í félagi sem hafi mikilvægt menningar- og lýðræðishlutverk og starfar í almannaþágu.

Þá gagnrýnir starfshópurinn fréttalestur Páls Magnússonar útvarpsstjóra og telur að hann geti haft áhrif á trúverðugleika fréttanna. Helgast það af mikilvægi hlutverks útvarpsstjóra í hagsmunagæslu fyrir RÚV, meðal annars gagnvart stjórnmálamönnum og keppinautum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert