Hægt að fjórfalda byggræktun

Á kornakri í Skagafirði.
Á kornakri í Skagafirði. Kristinn Ingvarsson

Rök hníga að því að fjórfalda megi byggræktun hér á landi, að sögn Jónatans Hermannssonar, tilraunastjóra á Korpu og lektors við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Áætlað er kornræktin hafi skilað um 16 þúsundum tonna uppskeru í ár, að langmestu leyti byggi. Fjórföldun þess þýðir yfir 60 þúsund tonna framleiðslu.

Framleiðslan samsvarar öllum innflutningi á byggi að viðbættum hluta þess fóðurhveitis sem gefið er svínum. Auk þess er reiknað með að bæta megi fóðrun nautgripa með aukinni notkun fóðurkorns.

Hluti af bygg- og hveitiframleiðslunni fer til manneldis. Tveir framleiðendur hafa selt þessar vörur í neytendaumbúðum og nokkrir bakarar hafa notað íslenskt bygg við framleiðslu sína.

Sjá nánari umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert