Heitavatnslaust í Hveragerði

Hveragerði.
Hveragerði. www.mats.is

Heitavatnslaust hefur verið í hluta Hveragerðisbæjar frá því kl. 17 í dag. Skv. upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur stafar þetta af rafmagnsbilun hjá RARIK, sem veldur því að dælubúnaður hjá OR er rafmagnslaus.

Ekki hefur náðst í bilanavakt RARIK en að sögn OR binda menn vonir við að heitt vatn fari aftur að flæða um kl. 22 í kvöld.

Rafmagn fór af í bænum um kl. 17, en það var aftur komið á um kl. 19.

Íbúi í Hveragerði hafði samband við mbl.is í kvöld og furðaði sig á því að OR sé ekki með aukarafstöð fyrir heita vatnið, svo íbúarnir geti hitað upp húsin sín verði rafmagnslaust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert