Ísbjörninn ófundinn

Ísbjörn, sem felldur var á Þverárfjalli í júní 2008.
Ísbjörn, sem felldur var á Þverárfjalli í júní 2008.

„Við misst­um sjón­ar af hon­um. Það gerði leiðinda él og misst­um hann hérna yfir ána og erum að leita að hon­um,“ seg­ir lög­reglu­v­arðstjór­inn Jón Stef­áns­son í sam­tali við mbl.is. Hann leit­ar nú að ís­birni sem sást í Þistil­f­irði um kl. 13:15 í dag.

Íbúar á bæn­um Sæv­ar­landi við Þistil­fjörð sáu björn­inn og höfðu sam­band við neyðarlín­una. Að sögn Jóns er björn­inn lít­ill, en hann hef­ur sjálf­ur séð dýrið. „Hann hljóp bara eft­ir veg­in­um,“ seg­ir Jón, sem ók á eft­ir dýr­inu.

„Það er nátt­úru­lega hætta þegar svona er á ferðinni,“ seg­ir Jón aðspurður. „Hann var hrædd­ur og það er verra ef þetta er hrætt.“

Hann bind­ur von­ir við að finna dýrið fljót­lega, en myrk­ur mun skella á eft­ir um klukku­stund. 

Íbúar í Sæv­ar­landi eru óhultir. Þau sögðu í sam­tali við mbl.is að dýrið væri hálf ræf­ils­legt. 

Þrjár skytt­ur eru komn­ar á svæðið til að fella dýrið. 

Á vef Um­hverf­is­stofn­un­ar seg­ir, að unnið sé að viðbrögðum í sam­ráði við lög­reglu og önn­ur yf­ir­völd. Mat lög­reglu á aðstæðum sé, að nauðsyn­legt sé að fella björn­inn við fyrsta tæki­færi og taki Um­hverf­is­stofn­un und­ir það.

Niðurstaða starfs­hóps um viðbrögð við land­göngu hvíta­bjarna sem skipuð var í kjöl­far land­göngu tveggja hvíta­bjarna árið 2008 var fella beri hvíta­birni sem ganga á land. Fyr­ir því eru þrenn meg­in­rök, í fyrsta lagi ör­ygg­is­sjón­ar­mið, í öðru lagi stofn­stærðarrök og í þriðja lagi kostnaður við björg­un­araðgerðir. Til þess að reyna björg­un þurfa að vera ákjós­an­leg­ar aðstæður, s.s. að fólki standi ekki hætta af, skyggni sé gott og tryggt sé að dýrið sleppi ekki út í vatn eða sjó.

Um­hverf­is­stofn­un seg­ir, að aðstæður í Þistil­f­irði séu ekki ákjós­an­leg­ar til þess að reyna björg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert