Leit í sumarhúsi, á heimili og í skemmu bræðranna

Starfsmenn sérstaks saksóknara flytja gögn úr skrifstofu Exista.
Starfsmenn sérstaks saksóknara flytja gögn úr skrifstofu Exista. mbl.is/Árni Sæberg

Starfs­menn embætt­is sér­staks sak­sókn­ara leituðu í gær í sum­ar­húsi Lýðs Guðmunds­son­ar, á heim­ili hans og í geymslu­skemmu sem hann og Ágúst bróðir hans eiga. Auk þess var leitað í höfuðstöðvum Ex­ista, hjá eigna­leigu­fé­lag­inu Lýs­ingu, lög­manns­stof­unni Logos og end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­inu Deloitte. Enn­frem­ur var gerð hús­leit í höfuðstöðvum Ex­ista í London og á skrif­stofu Bakka­var­ar í Lincoln og á tveim­ur öðrum stöðum í Bretlandi.

Í til­kynn­ingu frá sér­stök­um sak­sókn­ara seg­ir að rann­sókn­in varði veru­lega fjár­hags­lega hags­muni og hún teng­ist fjölda ein­stak­linga og fyr­ir­tækja.

For­svars­menn Ex­ista, Lýður og Ágúst Guðmunds­syn­ir og Er­lend­ur Hjalta­son, voru all­ir er­lend­is þegar hús­leit­irn­ar fóru fram í gær. Þeir voru vænt­an­leg­ir til lands­ins á miðnætti. Í gær voru tekn­ar skýrsl­ur af end­ur­skoðanda Ex­ista og ein­um lög­manni hjá Logos sem út­bjó skjöl varðandi sölu Ex­ista á hlut fé­lags­ins í Bakka­vör og skjöl varðandi hluta­fjáraukn­ingu Ex­ista í des­em­ber 2008.

Að hús­leit­un­um stóð auk embætt­is sér­staks sak­sókn­ara Ser­i­ous Fraud Office (SFO) í London, en skrif­stof­an er m.a. að rann­saka kaup Ex­ista á 29% hlut í fyr­ir­tæk­inu JJP Sports árið 2007.

Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir
Bræðurn­ir Ágúst og Lýður Guðmunds­syn­ir mbl.is/​Brynj­ar Gauti
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert