Norðmenn láni Íslandi óháð Icesave

Stórþingið í Ósló
Stórþingið í Ósló

Þrír þingmenn Kristilega þjóðarflokksins í Noregi hafa lagt fram þingsályktunartillögu á norska Stórþinginu um að norska ríkisstjórnin veiti Íslandi tryggingu fyrir því, að norsk lán til Íslands verði greidd út án tillits til stöðu Icesave-málsins svonefnda.

Í greinargerð með tillögunni segja þingmennirnir þrír, Hans Olav Syversen, Dagrun Eriksen og Knut Arild Hareid, að mikilvægt sé að óvissunni um afstöðu Noregs sé rutt úr vegi og norsk stjórnvöld veiti tryggingar fyrir því, að lánið verði greitt út án tillits til Icesave-málsins, líkt og lán sem Færeyingar og Pólverjar hafa veitt Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert