Rakarinn mættur í Seðlabankann

Már Guðmundsson tók á móti þeim Úlfari Eysteinssyni og Tómasi …
Már Guðmundsson tók á móti þeim Úlfari Eysteinssyni og Tómasi Tómassyni mbl.is/Golli

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, tók á móti veitingamönnunum Tómasi Tómassyni og Úlfari Eysteinssyni, í húsnæði Seðlabanka Íslands um tíuleytið. Auk þeirra er danski rakarinn Vagn Boysen mættur á staðinn og ætlar hann að skera skegg þeirra félaga.

Þeir félagar hafa ekki rakað sig frá því í maí í fyrra en þeir hétu því að skera ekki skegg sitt fyrr en stýrivextir á Íslandi yrðu komnir í eins stafs tölu. Í morgun var tilkynnt um að stýrivextir yrðu lækkaðir í 9,5% en þeir hafa ekki verið jafn lágir síðan í september 2005. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert