Ríkisendurskoðun skoði Álftanes

Kristján Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Kristján Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Friðrik Tryggvason

Rík­is­end­ur­skoðun mun gera út­tekt á fjár­mál­um Álfta­nes og hvernig staðið hef­ur verið að rekstri sveit­ar­fé­lags­ins síðustu árin. Þetta seg­ir Kristján L. Möller, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra.

Bæj­ar­stjórn Álfta­ness hef­ur skilað til­lög­um um sparnað í rekstri sveit­ar­fé­lags­ins til eft­ir­lits­nefnd­ar með fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga. Kristján seg­ir að nefnd­in muni fara yfir til­lög­urn­ar. Búið er að vinna tvær skýrsl­ur um stöðu sveit­ar­fé­lags­ins og seg­ir Kristján að seinni skýrsl­an „staðfesti al­var­lega stöðu sveit­ar­fé­lags­ins“.

Bæj­ar­stjórn Álfta­ness hef­ur haldið því fram að sveit­ar­fé­lagið ætti að fá meiri fjár­muni frá Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga. Kristján seg­ir að Rík­is­end­ur­skoðun verði falið að fara yfir það hvort bæj­ar­stjórn­in sé þar að bera fram rétt­mæt­ar kröf­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert