Skeggið fokið

Þeir Tómas Tómasson og Úlfar Eysteinsson nýrakaðir
Þeir Tómas Tómasson og Úlfar Eysteinsson nýrakaðir mbl.is/Golli

Veit­inga­menn­irn­ir Tóm­as Tóm­as­son og Úlfar Ey­steins­son eru skegg­laus­ir að nýju eft­ir að hafa safnað skeggi síðan í maí í fyrra. Ástæðan er sú að pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands til­kynnti um lækk­un stýri­vaxta í 9,5% í morg­un en þeir höfðu heitið því að skera ekki skegg sitt fyrr en stýri­vext­ir yrðu komn­ir í eins stafs tölu.

Var það rak­ar­inn Vagn Boysen sem tók að sér skeggskurðinn í morg­un. Fór rakst­ur­inn fram í hús­næði Seðlabanka Íslands en Már Guðmund­son, seðlabanka­stjóri tók á móti fé­lög­un­um í morg­un og sýndi þeim húsa­kynni bank­ans.

Úlfar og Tóm­as létu skeggið hins veg­ar ekki frá sér því þeir settu það í poka. Úlfar ætl­ar að nýta það í veiðiflug­ur en Tóm­as ætl­ar að geyma sitt í krukku.

Klukk­an 11 verður kynnt rit Seðlabanka Íslands, Pen­inga­mál auk þess sem Már mun gera grein fyr­ir ákvörðun pen­inga­stefnu­nefnd­ar­inn­ar að lækka vexti í dag. 

Beðið eftir rakstri
Beðið eft­ir rakstri mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert