Skeggið fokið

Þeir Tómas Tómasson og Úlfar Eysteinsson nýrakaðir
Þeir Tómas Tómasson og Úlfar Eysteinsson nýrakaðir mbl.is/Golli

Veitingamennirnir Tómas Tómasson og Úlfar Eysteinsson eru skegglausir að nýju eftir að hafa safnað skeggi síðan í maí í fyrra. Ástæðan er sú að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti um lækkun stýrivaxta í 9,5% í morgun en þeir höfðu heitið því að skera ekki skegg sitt fyrr en stýrivextir yrðu komnir í eins stafs tölu.

Var það rakarinn Vagn Boysen sem tók að sér skeggskurðinn í morgun. Fór raksturinn fram í húsnæði Seðlabanka Íslands en Már Guðmundson, seðlabankastjóri tók á móti félögunum í morgun og sýndi þeim húsakynni bankans.

Úlfar og Tómas létu skeggið hins vegar ekki frá sér því þeir settu það í poka. Úlfar ætlar að nýta það í veiðiflugur en Tómas ætlar að geyma sitt í krukku.

Klukkan 11 verður kynnt rit Seðlabanka Íslands, Peningamál auk þess sem Már mun gera grein fyrir ákvörðun peningastefnunefndarinnar að lækka vexti í dag. 

Beðið eftir rakstri
Beðið eftir rakstri mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert