Tilkynnt um ísbjörn

Tveir ísbirnir gengu á land á norðvesturlandi árið 2008.
Tveir ísbirnir gengu á land á norðvesturlandi árið 2008. mbl.is/Rax

Til­kynnt hef­ur verið að sést hafi til ís­bjarn­ar í Þistil­f­irði. Um­hverf­is­stofn­un staðfesti að til­kynn­ing um þetta hefði borist þangað en nán­ari upp­lýs­ing­ar höfðu ekki feng­ist. Lög­regl­an á Þórs­höfn staðfest­ir að björn­inn hafi sést.

Að sögn lög­regl­unn­ar á Þórs­höfn til­kynntu íbú­ar á bæn­um Sæv­ar­landi í Þistil­f­irði um björn­in kl. 13:14 og sögðu að hann væri á ferð rétt við bæ­inn.

Lög­reglumaður er nú á staðnum og hef­ur staðfest að um lít­inn hvíta­björn sé að ræða. Dýrið hvarf hins veg­ar sjón­um manna í dimmu éli sem gekk yfir svæðið.

Verið að reyna ganga úr skugga um það að fólk sé ekki þarna á ferð. Svæðið er hins veg­ar ekki fjöl­farið. Verði björn­in ekki fund­inn fyr­ir myrk­ur verður vænt­an­lega gef­in út viðvör­un til íbúa á svæðinu að sögn lög­reglu.

Heim­ild hef­ur verið feng­in til að af­lífa dýrið. Skytt­ur eru lagðar af stað til leit­ar. Á meðan er svæðið vaktað.

Flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar var á flugi á þess­um slóðum. Hef­ur vél­inni nú verið beint á svæðið til að svip­ast um eft­ir dýr­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert