Kveðst saklaus

Ágúst Guðmundsson vildi lítið sem ekkert ræða við fréttamenn að …
Ágúst Guðmundsson vildi lítið sem ekkert ræða við fréttamenn að loknum yfirheyrslum. mbl.is/Ómar

Ágúst Guðmundsson svaraði spurningum sérstaks saksóknara í dag vegna Exista, en yfirheyrslum lauk rétt fyrir klukkan sjö í kvöld. Hann vildi lítið tjá sig við fréttamenn sem biðu fyrir utan skrifstofur embættisins. „Ég hef ekkert um málið að segja.“

Hann heldur hins vegar fram sakleysi sínu og segist hvorki hafa framið lögbrot né hafa verið settur í farbann, í tengslum við efnahagsbrotarannsókn sérstaks saksóknara.

Í gær voru húsleitir voru gerðar á tólf stöðum í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á Exista. Leitað var á átta stöðum hérlendis og fjórum í Bretlandi. Leitin var gerð í samstarfi við Serious Fraud office í Bretlandi. Meðal þess sem er rannsakað er sala á Bakkavör frá Exista á haustmánuðum 2008 sem og niðurfelling persónulegra ábyrgða vegna kaupa starfsmanna á hlutafé í Exista.

Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir eru aðaleigendur Exista. Lýður var einnig yfirheyrður í dag og er yfirheyrslum lokið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert