Ylræktarver á teikniborðinu

Ylræktarver til framleiðslu á grænmeti eða öðrum afurðum til útflutnings er meðal hugmynda sem unnið er að á vegum Fjárfestingarstofu Íslands. Hugmyndin er að byggja verið í nágrenni virkjana og nýta orkuna beint.

Þórður H. Hilmarsson, forstöðumaður Fjárfestingarstofu, segir að gerð hafi verið athugun á þessum möguleikum og þeir séu nú til skoðunar í samvinnu við innlenda og erlenda fjárfesta.

Hann segir ekki tímabært að segja til um hvað hagkvæmast sé að rækta í 100 þúsund fermetra ylræktarveri. Fyrstu kannanir sem gerðar voru árið 2003 sýndu að tómataræktun væri ekki nægilega hagkvæm.

Unnið er að athugun á fleiri möguleikum til að nýta orku beint frá virkjunum. Nefnir Þórður það „græna iðngarða“. Það gæti verið starfsemi sem ekki er mengandi en vildi nýta endurnýjanlega orku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert