Arfleiddi söfn, félög og stofnanir að öllum eigum sínum

Hjálmar við Magna, fyrsta stálskipið sem smíðað var á Íslandi.
Hjálmar við Magna, fyrsta stálskipið sem smíðað var á Íslandi. Einar Falur Ingólfsson

Hjálmar R. Bárðarson, fyrrverandi siglingamálastjóri, sem lést í fyrra, arfleiddi sex stofnanir og félög að öllum eigum sínum. Um er að ræða eitt af stærri dánarbúum sem ánafnað hefur verið.

Hjálmar arfleiddi Byggðasafn Vestfjarða, Þjóðminjasafn Íslands, Landgræðslusjóð, Landgræðslu ríkisins, Sjóminjasafnið í Reykjavík og Fuglaverndarfélag Íslands að öllum eignum sínum. Ekki er búið að gera upp dánarbúið og ekki vitað hversu arfurinn er stór, en giskað er á að hann gæti verið 170 milljónir.

Eiríkur Páll Jörundsson, forstöðumaður Sjóminjasafnsins, segir það muna miklu fyrir safnið að fá þessa höfðinglegu gjöf. Fjármunirnir hafi verið notaðir til að gera endurbætur á safninu, en þar hefur verið komið upp Hjálmarsstofu, og til að gera endurbætur á dráttarbátnum Magna sem Hjálmar teiknaði.

Sjá nánar um gjöf Hjálmars í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert