Átta manns eru búnir að kjósa utankjörfundar í atkvæðagreiðslunni um Icesave lögin hjá Sýslumanni Reykjavíkur, skv. upplýsingum þaðan.
Atkvæðagreiðslan hófst klukkan níu í morgun hjá sýslumönnum og sendiráðum og nokkrum mínútum síðar voru tveir þegar búnir að kjósa hjá Sýslumanninum í Reykjavík.
Til að byrja með fer utankjörfundaratkvæðagreiðslan fram hjá sýslumönnum, sendiráðum og á þeim stofnunum þar sem dvalarfólk á ekki heimangengt en utankjörfundaratkvæðagreiðslan í Reykjavík flyst í febrúar frá sýslumannsembættinu í Reykjavík og niður í Laugardalshöll.