Borgin veitir menningarstyrki

Stórsveit Reykjavíkur.
Stórsveit Reykjavíkur.

Menn­ing­ar- og ferðamálaráð Reykja­vík­ur út­hlutaði í dag styrkj­um til menn­ing­ar­mála, sam­tals 62 millj­ón­um króna sem deil­ast á  91 um­sækj­anda. Ráðið bygg­ir ákvörðun sína á niður­stöðu fag­nefnd­ar sem til­nefnd var af Banda­lagi ís­lenskra lista­manna.

Alls bár­ust 177 styrk­umsókn­ir vegna árs­ins 2010 og var sam­tals sótt um tæp­ar 275 millj­ón­ir. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Reykja­vík­ur­borg hafa und­an­far­inn ára­tug jafn­framt verið gerðir sam­starfs­samn­ing­ar til fleiri ára í senn. Í ljósi fjár­hags­ástands­ins voru þeir hins veg­ar ekki gerðir nema til eins árs fyr­ir árið 2009 og ákveðið var að stofna ekki til nýrra lang­tíma­samn­inga fyr­ir árið 2010 held­ur veita styrki í staðinn. 

Þrátt fyr­ir hagræðingu var því óvenju mikið til út­hlut­un­ar í ár eða 62 millj­ón­ir. Tón­list­ar­hóp­ur­inn Stór­sveit Reykja­vík­ur sem sótti um styrk til tón­leik­araðar árið 2010 var val­inn Tón­list­ar­hóp­ur Reykja­vík­ur 2010 og hlýt­ur 2 millj­óna styrk. Stór­sveit­in mun flytja nýja og gamla tónlist með inn­lend­um og er­lend­um gest­um í fremstu röð. 

Hæsta styrk­inn, 4,5 millj­ón­ir króna, hlaut Ný­l­ista­safnið, sem er að flytja inn í stærra og ódýr­ara hús­næði að Skúla­götu 28. 

Næst hæsta styrk­inn 2,3 millj­ón­ir króna hlaut Mögu­leik­húsið sem hef­ur starfað sam­fellt frá ár­inu 1990 og lengi verið eina barna­leik­húsið í höfuðborg­inni.

2 millj­óna króna styrk hlutu Íslenski dans­flokk­ur­inn vegna menn­ing­ar­viðburðar­ins Keðja Reykja­vík, Leik­hóp­ur­inn Vest­urport, Caput- hóp­ur­inn, Kammer­sveit Reykja­vík­ur, Ný­sköp­un­ar­sjóður tón­list­ar – Musica Nova og Lista­safn Sig­ur­jóns Ólafs­son­ar.

Menn­ing­ar- og ferðamálaráð skipa: Áslaug Friðriks­dótt­ir formaður , Sif Sig­fús­dótt­ir, Jakob Hrafns­son, Brynj­ar Frans­son, Guðrún Erla Geirs­dótt­ir, Dof­ri Her­manns­son og Her­mann Vals­son.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert