„Þetta er mjög óvenjulegt tilvik. Áhugi okkar þýðir ekki að við séum hætt að horfa til meginhlutverks okkar, sem varðar þróunarríkin og fátækt í heiminum, heldur er ástæðan sú að á Íslandi sjáum við gott dæmi sem breskur almenningur getur vel samsamað sig við [...].
Þetta er táknrænt dæmi um hvers vegna við þurfum á að halda sanngjarnara kerfi til að meðhöndla skuldir,“ segir Nick Dearden, formaður Jubilee, breskra baráttusamtaka sem beita sér fyrir niðurfellingu skulda.
„Málið er okkur skylt því bresk stjórnvöld eru því nátengd. Vegna líkra lífsskilyrða eru líkur á að Bretar geti gert sér í hugarlund hvernig það væri ef þeim væri réttur slíkur risareikningur vegna hruns sem þeir bæru ekki persónulega ábyrgð á.“
Aðspurður um viðbrögðin við baráttu samtakanna í Icesave-málinu fram að þessu segir Dearden deiluna hafa verið á dagskrá á fundi um 30 samtaka í Brussel fyrr í mánuðinum, þar með talið samtaka sem berjist fyrir niðurfellingu skulda.Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.