Bridgehátíð 2010 var sett á Hótel Loftleiðum klukkan 19:00 í kvöld.
Mótið setti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, með
skemmtilegri innsetningarræðu og að lokum meldaði hann fyrstu sögnina fyrir Jón Baldursson, fyrrverandi heimsmeistara í Bridge.
Íslendingar urðu heimsmeistarar í íþróttinni árið 1991.
Bridgehátíðin hófst á keppni í tvímenning og taka þar þátt 121 par. Aldrei hafa fleiri erlendir spilarar mæta til leiks. Tvímenningskeppni endar á morgun 29.janúar.
72 sveitir mætast í sveitakeppni mótsins sem fram fer á laugardag og
sunnudag og mótslok verða á sunnudag um kl. 18:00.
Hægt er að fylgjast með Bridgehátíðinni hér á netinu.