Ekki í sameiginlegt mat

Um­hverf­is­ráðuneytið hef­ur staðfest ákvörðun Skipu­lags­stofn­un­ar frá 30. októ­ber 2009 um að ekki skuli fara fram sam­eig­in­legt mat á um­hverf­isáhrif­um fram­kvæmd­ar­inn­ar Suðvest­ur­lín­ur, styrk­ing raf­orku­flutn­ings­kerf­is á Suðvest­ur­landi, og öðrum fram­kvæmd­um sem henni eru háðar og/​eða eru á sama svæði. Ráðuneyt­inu bár­ust kær­ur frá Land­vernd, Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­um Íslands og Græna net­inu vegna ákvörðunar Skipu­lags­stofn­un­ar.

Um­hverf­is­ráðherra vísaði með úr­sk­urði sín­um 29. sept­em­ber 2009 fyrri ákvörðun Skipu­lags­stofn­un­ar vegna Suður­vest­ur­línu frá 25. mars 2009 til nýrr­ar efn­is­legr­ar meðferðar hjá stofn­un­inni þar sem málið tald­ist ekki nægj­an­lega upp­lýst.

Í úr­sk­urðinum fólst ekki efn­is­leg afstaða ráðuneyt­is­ins til lykta máls­ins. Skipu­lags­stofn­un tók málið til efn­is­meðferðar og tók ákvörðun að nýju í mál­inu þann 30. októ­ber 2009.

Niðurstaða Skipu­lags­stofn­un­ar var sú að ekki skyldi fara fram sam­eig­in­legt mat á um­hverf­isáhrif­um fram­kvæmd­ar­inn­ar Suðvest­ur­lín­ur, styrk­ing raf­orku­flutn­ings­kerf­is á Suðvest­ur­landi, með öðrum fram­kvæmd­um sem henni væru háðar og/​eða væru á sama svæði. Í úr­sk­urði um­hverf­is­ráðherra í dag kem­ur fram að það sé mat ráðuneyt­is­ins að málið hafi verið upp­lýst á full­nægj­andi hátt af hálfu Skipu­lags­stofn­un­ar og að stofn­un­in hafi þar með upp­fyllt rann­sókn­ar­skyldu sinni í mál­inu.

Í til­kynn­ingu kem­ur fram að meðal ann­ars liggi ekki fyr­ir upp­lýs­ing­ar um fleiri en eina fyr­ir­hugaða mats­skylda fram­kvæmd sem séu á sama svæði eða háðar hver ann­arri.

Kær­end­ur nefna að ýmis áform sé uppi um virkj­an­ir sem tengst gætu Suðvest­ur­lín­um, en ráðuneytið tel­ur þau áform ekki vera nægi­lega skýr eða mótuð til að laga­stoð sé fyr­ir því að kveða á um sam­eig­in­legt mat um­hverf­isáhrifa þeirra og Suðvest­ur­lína.

„Þegar hef­ur verið tek­in ákvörðun um mat á um­hverf­isáhrif­um nokk­urra fram­kvæmda sem kæruaðilar vísa til og telja að teng­ist Suðvest­ur­lín­um. Er það mat ráðuneyt­is­ins að lög­in geri ein­ung­is ráð fyr­ir að slíkt mat fari fram einu sinni. Þar sem um­hverf­is­mat viðkom­andi fram­kvæmda er ým­ist af­greitt eða á loka­stig­um sé rétt­mætt að fram­kvæmdaaðilar geti þess að um­hverf­is­mat haldi áfram í sama far­vegi og þegar hef­ur verið markaður. Á þetta til dæm­is við um stækk­un Reykja­nes­virkj­un­ar, ál­ver í Helgu­vík, kís­il­málm­verk­smiðju í Helgu­vík, Bitru­virkj­un, Hvera­hlíðavirkj­un og jarðhita­nýt­ingu við Gráu­hnúka," seg­ir í til­kynn­ingu.

Ýmsar fyr­ir­hugaðar fram­kvæmd­ir á Reykja­nes­inu sem kær­end­ur bentu á og töldu vænt­an­legt að muni nýta sér flutn­ings­kerfi Suðvest­ur­lína telj­ast ekki mats­skyld­ar og geta því ekki fallið und­ir sam­eig­in­legt mat skv. 2. mgr. 5. gr. laga um mat á um­hverf­isáhrif­um. Þar hef­ur t.a.m. verið nefnt gagna­ver á Ásbrú í Reykja­nesi, sam­kvæmt til­kynn­ingu.

„Í ljósi alls þessa tel­ur ráðuneytið að ekki séu til staðar for­send­ur til að beita heim­ild 2. mgr. 5. gr. laga nr. 106/​2000 um mat á um­hverf­isáhrif­um til sam­eig­in­legs mats fram­kvæmd­ar­inn­ar Suðvest­ur­lín­ur, styrk­ing raf­orku­flutn­ings­kerf­is á Suðvest­ur­landi, með öðrum fyr­ir­huguðum eða mögu­leg­um fram­kvæmd­um sem henni eru háðar og/​eru á sama svæði," seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert