Fagnar ákvörðun umhverfisráðuneytisins

Árni Sigfússon
Árni Sigfússon SteinarH

Árni Sig­fús­son, bæj­ar­stjóri í Reykja­nes­bæ, fagn­ar því mjög að um­hverf­is­ráðuneytið hafi staðfest ákvörðun Skipu­lags­stofn­un­ar um að ekki skuli fara fram sam­eig­in­legt mat á um­hverf­isáhrif­um suðvest­ur­línu. Nú sé búið að ryðja úr vegi síðustu hindr­un­inni fyr­ir því að hægt sé að fara á fulla ferð með fram­kvæmd­ir í Helgu­vík.

„Nú eru bara eft­ir forms­atriði varðandi orku­samn­inga. Þannig að við erum þá kom­in á beinu braut­ina," seg­ir Árni í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ir að þetta eigi að þýða það að hægt verði að hefja bygg­inga­fram­kvæmd­ir að fullu í apríl - maí í Helgu­vík og við tengd­ar fram­kvæmd­ir. „Það verða hundruð manna ráðnir til þeirra starfa nú mjög fljót­lega og mik­il ánægja með það," seg­ir Árni.

Hann seg­ir að verk­efnið hafi taf­ist lengi en ekki verði am­ast við þeim sem hafa tafið verk­efnið held­ur verði horft fram á veg. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert