Ónotað riffilskot fannst í grunnskóla á Selfossi í gær. Lögregla var fengin á staðinn og tók skotið til förgunar. Ekki er ljóst hver hefur komið með skotið í skólann, en um er að ræða skólahúsnæði þar sem nemendurnir eru sex til tólf ára gamlir.
Það var starfsmaður sem var að þrífa sem fann skotið. Skólastjóri fékk lögregluþjón í lið með sér til að ræða við nemendur í morgun um hættu sem getur stafað af slíku riffilskoti en engar vísbendingar hafa komið fram um að fleiri slík skot séu í skólahúsnæðinu.