Rammasamningur um koltrefjaverksmiðju

Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri á Akureyri. og Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri …
Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri á Akureyri. og Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Strokks við undirritunina í dag.

Skrifað var í dag  und­ir ramma­samn­ing milli Strokks Energy e.hf. og Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar um að komið verði á fót koltrefja­verk­smiðju á Ak­ur­eyri. Koltrefjar eru notaðar sem styrk­ing­ar­efni í iðnfram­leiðslu og leysa af hólmi ýmis þekkt smíðaefni svo sem ál, timb­ur og stál, sér­stak­lega í iðngrein­um þar sem létt­leiki og styrk­ur eru höfð að leiðarljósi.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu, að Strokk­ur hygg­ist vinna að und­ir­bún­ingi há­tækni­verk­smiðju á Ak­ur­eyri sem fram­leiða muni koltrefjar með tækni sem krefj­ist af­hend­ing­ar raf­magns til stór­not­anda og me­tangass. Ein af afurðum frá sorp­haug­um Ak­ur­eyr­ar á Gler­ár­dal er me­tangas sem verk­smiðjan get­ur nýtt í sinni fram­leiðslu.

Til að tryggja fram­gang verk­efn­is­ins er Ak­ur­eyr­ar­bær til­bú­inn að leigja lóð und­ir verk­smiðjuna á Rangár­völl­um. Strokk­ur mun leit­ast við að tryggja verk­efn­inu fjár­mögn­un og er ramma­samn­ing­ur­inn sem und­ir­ritaður var í dag grund­völl­ur frek­ari vinnu við þróun verk­efn­is­ins. Verk­efn­inu verður stýrt af Strokki í sam­vinnu við At­vinnuþró­un­ar­fé­lag Eyja­fjarðar og Ak­ur­eyr­ar­bæ.

Ak­ur­eyr­ar­bær trygg­ir Strokki for­gang að nýt­ingu á a.m.k. 1,5 millj­ón rúm­metra af me­tangasi á ári frá sorp­haug­um Ak­ur­eyr­ar á Gler­ár­dal til fram­leiðslu koltrefja í verk­smiðjunni enda finn­ist slíkt vinn­an­legt magn á svæðinu á hverj­um tíma. Ak­ur­eyr­ar­bær eða fé­lag í hans eigu ann­ast gerð gas­leiðslu frá sorp­haug­um bæj­ar­ins á Gler­ár­dal að verk­smiðjunni auk upp­setn­ing­ar alls virkj­un­ar­búnaðar til vinnslu gass­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert