Rýrnun kostar 8 milljarða á ári

Þjófnaður á eldsneyti er vaxandi vandamál
Þjófnaður á eldsneyti er vaxandi vandamál Kristinn Ingvarsson

Áætlað er að óútskýrð rýrnun á vörum og hagnaði í verslun kosti samfélagið um 8 milljarða króna á ári. Ýmislegt má gera til að draga úr þessari rýrnun og stendur Öryggismiðstöðin fyrir ráðstefnu í dag þar sem erlendir sérfræðingar eru fengnir til að deila sinni reynslu í baráttunni gegn rýrnun.

Óútskýrð rýrnun getur stafað af ýmsum sökum, s.s. vegna þjófnaðar bæði viðskiptavina og starfsfólks, mistaka í kerfinu, vöntunar við birgðatalningu og ósamræmi í birgðapöntun og greiðslu. Að sögn Ómars Arnar Jónssonar hjá Öryggismiðstöðinni hefur rýrnun verið viðvarandi vandamál í verslun hér á landi og ástandið fer ekki batnandi heldur þvert á móti.

Ýmislegt má gera til að draga úr því mikla tjóni sem verður vegna rýrnunar og segir Ómar að þar getum við lært ýmislegt af frændum okkar í Skandinavíu sem séu nokkrum árum á undan í baráttunni gegn rýrnun. „Mannlegi þátturinn skiptir gríðarlegu máli, þ.e.a.s. að starfsfólkið sé þjálfað til að koma í veg fyrir þetta. Það eru ýmsar fyrirbyggjandi aðgerðir sem má ráðast í til að draga úr þessu."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert