Héraðsdómur Reykjavíkur sektaði í dag tæplega fertugan karlmann um 25 þúsund krónur fyrir að klæðast einkennisbol lögreglu utan við skemmtistað í Reykjavík í maí á síðasta ári.
Maðurinn mætti ekki í dóminn og var því litið svo á að hann játaði sök.
Það varðar við hegningarlög að óviðkomandi noti einkennisbúning lögreglu opinberlega.