Stór krafa á Jón Ásgeir

Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson, l.t.v. er Jón Sigurðsson.
Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson, l.t.v. er Jón Sigurðsson. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Óskar Sigurðsson, skiptastjóri Fons hf., kynnti helstu kröfuhöfum þau riftunarmál sem hann hefur nú stefnt fyrrverandi eigendum Fons og tengdum aðilum vegna. Samtals nema kröfur skiptastjóra tæpum níu milljörðum króna og stefnurnar eru á annan tug.

Stærstu einstöku kröfurnar eru, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, riftunarkröfur upp á um 7,8 milljarða króna. Krafist er riftunar á arðgreiðslu upp á 4,2 milljarða króna vegna ársins 2006, sem innt var af hendi 14. september 2007, og endurgreiðslu á arðinum.

Krafist er riftunar á sölu Fons á breska flugfélaginu Astraeus, sem flýgur fyrir Iceland Express, til Fengs ehf. upp á 50 þúsund bresk pund og að Fengur endurgreiði raunvirði félagsins, sem skiptastjóri lét verðmeta. Endurgreiðslukrafan hljóðar upp á 3,5 milljarða króna.

Jón Ásgeir Jóhannesson er krafinn um endurgreiðslu á einum milljarði króna, sem Fons greiddi honum inn á einkareikning hans sumarið 2008.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert