20% minna af óflokkuðu sorpi

Sorptunnur sem eru í boði í Reykjavík
Sorptunnur sem eru í boði í Reykjavík

Dregið hef­ur úr óflokkuðu heim­il­iss­orpi í Reykja­vík um 20% frá ár­inu 2006. 185 kg mæld­ust á hvern íbúa Reykja­vík­ur á liðnu ári, en 233 kg árið 2006. Áhugi íbúa á flokk­un sorps og breytt neyslumunst­ur er tal­in lík­leg­asta skýr­ing­in á þess­ari breyt­ingu, skv. frétta­til­kynn­ingu frá borg­inni.

Sorp­hirða Reykja­vík­ur sótti tæp­lega 22 þúsund tonn af óflokkuðu heim­il­iss­orpi árið 2009 en árið 2008 voru rúm­lega 25 þúsund tonn sótt heim. Þegar mest var árin 2006 og 2007 vó sorpið rúm­lega 27 þúsund tonn í tunn­um Reyk­vík­inga.

Skýr­ing­ar á sam­drætti í óflokkuðu heim­il­iss­orpi eru nokkr­ar að mati Sig­ríðar Ólafs­dótt­ur rekstr­ar­stjóra Sorp­hirðunn­ar. Sú fyrsta er að hægt er að skipta út tunnu und­ir al­mennt sorp fyr­ir bláa flokk­un­ar­tunnu sem tek­ur ekki aðeins dag­blöð, aug­lýs­inga­póst og tíma­rit held­ur einnig fern­ur, umbúðapapp­ír, prent­papp­ír, slétt­an pappa og kart­on. 2.500 blá­ar tunn­ur standa nú við heim­ili í borg­inni en tunn­an er eitt af Grænu Skref­un­um í Reykja­vík. Aðrar ástæður eru end­ur­vinnslutunn­ur Gáma­fé­lags­ins og Gámaþjón­ust­unn­ar, breytt neysla og að fleiri ein­stak­ling­ar fara nú með flokkaðan úr­gang á End­ur­vinnslu­stöðvar Sorpu en áður.

Sorp­hirðugjald í Reykja­vík er óbreytt en veiga­mik­il ástæða fyr­ir minna óflokkuðum úr­gangi er senni­lega sú að hægt er að lækka sorp­hirðugjaldið með því að skipta út tunn­um fyr­ir blá­ar tunn­ur. Nefna má sem dæmi að íbú­ar í fjöl­býl­is­húsi með þrem­ur íbúðum greiða sam­tals 48.900 kr. á ári ef þar eru þrjár svart­ar tunn­ur en 40.000 kr. fyr­ir tvær svart­ar og eina bláa. Gjald fyr­ir bláa tunnu er 7.400 kr. á ári, 16.300 fyr­ir svarta og 8.150 fyr­ir græna (sem er und­ir al­mennt sorp en aðeins losuð hálfs mánaðarlega og ætluð þeim sem búa í ein­býli og geta ekki fækkað tunn­um). Sorp­hirðugjald í Reykja­vík tek­ur mið af gerð sorpíláta, fjölda og los­un­artíðni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert