Í desember 2009 voru 80 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 75 fyrirtæki í desember 2008, sem jafngildir tæplega 7% fjölgun milli ára. Eftir bálkum atvinnugreina voru flest gjaldþrot eða 26 í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og 15 gjaldþrot í heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum.
Árið 2009 er
heildarfjöldi gjaldþrota því 906 samanborið við 748 gjaldþrot árið 2008
sem jafngildir rúmlega 21% aukningu milli ára, að því er segir í frétt á vef Hagstofu Íslands. Flest voru gjaldþrotin í október.