906 fyrirtæki í þrot

Flest gjaldþrot verða í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð um þessar mundir.
Flest gjaldþrot verða í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð um þessar mundir. Kristján Kristjánsson

Í des­em­ber 2009 voru 80 fyr­ir­tæki tek­in til gjaldþrota­skipta sam­an­borið við 75 fyr­ir­tæki í des­em­ber 2008, sem jafn­gild­ir tæp­lega 7% fjölg­un milli ára. Eft­ir bálk­um at­vinnu­greina voru flest gjaldþrot eða 26 í bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð og 15 gjaldþrot í heild- og smá­sölu­versl­un, viðgerðir á vél­knún­um öku­tækj­um.

Árið 2009 er heild­ar­fjöldi gjaldþrota því 906 sam­an­borið við 748 gjaldþrot árið 2008 sem jafn­gild­ir rúm­lega 21% aukn­ingu milli ára, að því er seg­ir í frétt á vef Hag­stofu Íslands. Flest voru gjaldþrot­in í októ­ber.

Gjaldþrot fyrirtækja
Gjaldþrot fyr­ir­tækja Af vef Hag­stofu Íslands
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert