Ekki áhrif á stöðu Íslands

Guðmundur J. Oddsson.
Guðmundur J. Oddsson.

Úrskurður hæstaréttar Bretlands um að sérstök fyrirmæli breska fjármálaráðuneytisins um að frysting eigna meintra hryðjuverkamanna sé ólögleg, hefur ekki áhrif á stöðu Íslands.

Þetta er mat Guðmundar J. Oddssonar, forstöðumanns skrifstofu Logos í London. „Ég hef ekki náð að kynna mér dóminn ítarlega, en við fyrstu skoðun sýnist mér að svo sé ekki,“ segir Guðmundur. Ekki sé um sömu löggjöf að ræða í málunum tveimur.

„Í þessu tiltekna máli [þar sem frystar voru eignir fimm manna sem grunaðir voru um aðild að hryðjuverkastarfsemi] nýttu bresk yfirvöld löggjöf tengda baráttu Sameinuðu þjóðanna gegn hryðjuverkastarfsemi og sú löggjöf gerir strangar kröfur til heimildar framkvæmdavaldsins til að beita slíkum úrræðum beint og án aðkomu breska þingsins.“

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert