Heimilt að veiða 130.000 tonn af loðnu

mbl.is/Kristinn

Jón Bjarna­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, ákvað í dag að heim­ila veiðar á 130.000 tonn­um af loðnu, en þar af koma rúm­ar 90.000 tonn í hlut ís­lenskra loðnu­skipa sam­kvæmt ákvæðum samn­inga við önn­ur lönd um nýt­ingu loðnu­stofns­ins við Ísland.

Hafrannókna­stofn­un­in hef­ur nú mælt loðnu­stofn­inn um 530.000 tonn og í kjöl­far þess lagt til veiðar á 130.000 tonn­um, að því er fram kem­ur á vef sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins.

„Þó hér sé um tak­markað magn að ræða, ætti þessi ákvörðun Jóns Bjarna­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra að vera mik­il gleðitín­indi. Gera má ráð fyr­ir að um­rætt magn geti svarað til um 10 millj­arða króna verðmæta í út­flutn­ingi.

Jón Bjarna­son, sjvárút­vegs- og land­búnaðarráðherra legg­ur áherslu á að veiðum og full­vinnslu þessa afla verði hagað með þeim hætti, að sem mest­ur þjóðhags­leg­ur ábati skap­ist af þess­ari auðlind,“ seg­ir á vef ráðuneyt­is­ins.

Hrygn­ing­ar­stofn loðnu áætlaður 530.000 tonn

Fram kem­ur á vef Hafró að rann­sókn­ar­skipið Árni Friðriks­son hafi verið við mæl­ing­ar á stærð loðnu­stofns­ins frá því 5. janú­ar sl. Rann­sókn­ar­skipið Bjarni Sæ­munds­son hafi aðstoðað við við mæl­ing­arn­ar dag­ana 5.-12. janú­ar.

Áætluð stærð hrygn­ing­ar­stofns loðnu sam­kvæmt þeirri mæl­ingu var 355 þúsund­um tonn. Ekki náðist þó að kanna allt fyr­ir­hugað leit­ar­svæði sök­um íss sem var fyr­ir vest­an­verðu Norður­landi. Því þótti mik­il­vægt að end­ur­taka mæl­ing­ar.

Dag­ana 22.-29. janú­ar var Árni Friðriks­son við mæl­ing­ar á stærð stofns­ins úti fyr­ir Aust­ur- og Norður­landi, ásamt Súl­unni EA sem verið hef­ur til aðstoðar við kort­lagn­ingu loðnu á svæðinu.

Loðna fannst allt frá svæðinu útaf Aust­fjörðum, norður um, allt að 18°V. Alls mæld­ust 348 þús. tonn af hrygn­ing­ar­loðnu á þessu svæði.

Að teknu til­liti til þess­ara mæl­inga sé hrygn­ing­ar­stofn loðnu áætlaður um 530 þúsund tonn, en gild­andi afla­regla geri ráð fyr­ir að 400 þúsund tonn séu skil­in eft­ir til hrygn­ing­ar.

Með hliðsjón af þessu hef­ur Haf­rann­sókna­stofn­un­in lagt til við sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneytið að leyfi­leg­ur há­marks­afli á vertíðinni 2009/​2010 verði 130 þúsund tonn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert