Hollendingar gefa sig ekki

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Heiðar Kristjánsson

Wou­ter Bos, fjár­málaráðherra Hol­lands, hvikaði ekki frá þeirri kröfu hol­lenskra stjórn­valda á fundi með full­trú­um þriggja ís­lenskra stjórn­mála­flokka í dag að Ísland greiði 1,3 millj­arða evra lán vegna Ices­a­ve að fullu. Paul Myners, banka­málaráðherra Bret­lands, sat einnig fund­inn.

Fundað var í fjár­málaráðuneyt­inu í Haag en á fund­inn mættu fyr­ir Íslands hönd Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra, Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, og Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins var um upp­lýs­inga­fund en ekki samn­inga­fund að ræða.

Þá herma heim­ild­ir blaðsins að vaxta­kjör hafi ekki verið til umræðu í hol­lensk­um fjöl­miðlum.

Flogið var í gegn­um Kaup­manna­höfn og munu þrímenn­ing­arn­ir fara sömu leið heim á leið til Íslands í kvöld.

Fram kom í yf­ir­lýs­ingu ís­lenskra stjórn­valda til hol­lenskra fjöl­miðla að fund­ur­inn hefði verið gagn­leg­ur.

Dav­id Brem­mer, blaðamaður hjá Al­gemeen Dag­blad, ræddi við full­trúa hol­lenskra stjórn­valda í dag og var það til­finn­ing hans að vænt­ing­arn­ar væru ekki mikl­ar.

Frá sjón­ar­hóli hol­lenskra stjórn­valda væri til­gang­ur­inn fyrst og fremst að fá skýrslu um stöðuna á Íslandi.

Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands.
Wou­ter Bos, fjár­málaráðherra Hol­lands. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert