Hollendingar gefa sig ekki

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Heiðar Kristjánsson

Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, hvikaði ekki frá þeirri kröfu hollenskra stjórnvalda á fundi með fulltrúum þriggja íslenskra stjórnmálaflokka í dag að Ísland greiði 1,3 milljarða evra lán vegna Icesave að fullu. Paul Myners, bankamálaráðherra Bretlands, sat einnig fundinn.

Fundað var í fjármálaráðuneytinu í Haag en á fundinn mættu fyrir Íslands hönd Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var um upplýsingafund en ekki samningafund að ræða.

Þá herma heimildir blaðsins að vaxtakjör hafi ekki verið til umræðu í hollenskum fjölmiðlum.

Flogið var í gegnum Kaupmannahöfn og munu þrímenningarnir fara sömu leið heim á leið til Íslands í kvöld.

Fram kom í yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda til hollenskra fjölmiðla að fundurinn hefði verið gagnlegur.

David Bremmer, blaðamaður hjá Algemeen Dagblad, ræddi við fulltrúa hollenskra stjórnvalda í dag og var það tilfinning hans að væntingarnar væru ekki miklar.

Frá sjónarhóli hollenskra stjórnvalda væri tilgangurinn fyrst og fremst að fá skýrslu um stöðuna á Íslandi.

Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands.
Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka