Hóta að breyta lánakjörum

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Eggert/Eggert

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir stjórnvöld þurfa að heyja varnarbaráttu á erlendum lánamörkuðum, en lánafyrirtæki hafi hótað breyta lánakjörum eða segja upp lánum opinberra fyrirtækja og sveitarfélaga.

Gylfi segir að staðan á erlendum lánamörkuðum sé Íslendingum mjög erfið um þessar mundir. „Erlendar lánastofnanir sem höfðu hugsað sér að fjármagna eitthvað á Íslandi eru kannski ekki búnar að slá það af en ætla að bíða og sjá til. Þetta er það svar sem þær gefa flestar. Þær vilja sjá hvernig spilast úr þessu áður en þær taka ákvörðun.

Síðan stöndum við í varnarbaráttu með lán sem þegar hafa verið veitt, að það sé ekki breytt skilmálum á þeim eða þeim sagt upp.“

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert