Hóta að breyta lánakjörum

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Eggert/Eggert

Gylfi Magnús­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra, seg­ir stjórn­völd þurfa að heyja varn­ar­bar­áttu á er­lend­um lána­mörkuðum, en lána­fyr­ir­tæki hafi hótað breyta lána­kjör­um eða segja upp lán­um op­in­berra fyr­ir­tækja og sveit­ar­fé­laga.

Gylfi seg­ir að staðan á er­lend­um lána­mörkuðum sé Íslend­ing­um mjög erfið um þess­ar mund­ir. „Er­lend­ar lána­stofn­an­ir sem höfðu hugsað sér að fjár­magna eitt­hvað á Íslandi eru kannski ekki bún­ar að slá það af en ætla að bíða og sjá til. Þetta er það svar sem þær gefa flest­ar. Þær vilja sjá hvernig spil­ast úr þessu áður en þær taka ákvörðun.

Síðan stönd­um við í varn­ar­bar­áttu með lán sem þegar hafa verið veitt, að það sé ekki breytt skil­mál­um á þeim eða þeim sagt upp.“

Sjá nán­ari um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka