Íslendingar óskuðu eftir fundi

Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu og Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands.
Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu og Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands. Reuters

Talsmaður hollenska fjármálaráðuneytisins, Remco Dolstra, segir í samtali við AFP fréttastofuna að Íslendingar hafi óskað eftir fundi með fjármálaráðherra Hollands og Bretlands vegna Icesave. Fundurinn verður haldinn í Haag í Hollandi síðdegis.

„Fundurinn verður haldinn síðdegis þar sem fjármálaráðherra Hollands, Wouter Bos, mun ræða við íslenska starfsbróður sinn, Steingrím J. Sigfússon, um stöðu mála," segir Dolstra við AFP fréttastofuna.

Auk Steingríms munu þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sitja fundinn og þeir munu einnig ræða við  Myners lávarð, aðstoðarfjármálaráðherra Bretlands.

Reuters fréttastofan hefur eftir Einari Karli Haraldssyni, upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins, að á fundinum verði einungis skipts á upplýsingum og ekki sé að vænta stórfenglegrar niðurstöðu á honum þar sem hann sé ekki settur þannig upp. Hins vegar geti eitthvað gerst í kjölfar fundarins.

Upplýsingafulltrúi hollenska fjármálaráðuneytisins staðfestir við Reuters að Bos muni mæta á fundinn en ekki hvort  sáttasemjararíki sé inni í myndinni.

Sjá frétt Reuters í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert