Kosið verði um álverið

mbl.is/Ómar

„Málið er í eðlilegum farvegi. Ég á von á því að það verði lagt fram bréf frá Alcan við þeim fyrirspurnum sem við sendum til þeirra í bæjarráði í næstu viku. Þannig að málið er á dagskrá þar,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, um undirbúning væntanlegrar atkvæðagreiðslu um stækkun álvers Alcan í Straumsvík.

Aðspurður hvenær reikna megi með því að kosningin fari fram segir Lúðvík of snemmt að segja til um það. Hitt sé ljóst að ekki sé lengur horft til þess að halda hana samtímis þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave, enda líti margir svo á að ekki beri að blanda málunum saman.

Kosningin geti jafnvel farið fram fyrr en gengið verður til atkvæða í sveitarstjórnarkosningum.

Rósa Guðbjartsdóttir, fulltrúi sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, vill að kosningarnar fari fram samtímis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka