Kosið verði um álverið

mbl.is/Ómar

„Málið er í eðli­leg­um far­vegi. Ég á von á því að það verði lagt fram bréf frá Alcan við þeim fyr­ir­spurn­um sem við send­um til þeirra í bæj­ar­ráði í næstu viku. Þannig að málið er á dag­skrá þar,“ seg­ir Lúðvík Geirs­son, bæj­ar­stjóri Hafn­ar­fjarðar, um und­ir­bún­ing vænt­an­legr­ar at­kvæðagreiðslu um stækk­un ál­vers Alcan í Straums­vík.

Aðspurður hvenær reikna megi með því að kosn­ing­in fari fram seg­ir Lúðvík of snemmt að segja til um það. Hitt sé ljóst að ekki sé leng­ur horft til þess að halda hana sam­tím­is þjóðar­at­kvæðagreiðslunni um Ices­a­ve, enda líti marg­ir svo á að ekki beri að blanda mál­un­um sam­an.

Kosn­ing­in geti jafn­vel farið fram fyrr en gengið verður til at­kvæða í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um.

Rósa Guðbjarts­dótt­ir, full­trúi sjálf­stæðismanna í Hafnar­f­irði, vill að kosn­ing­arn­ar fari fram sam­tím­is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert