Meint gjaldeyrissvik rannsökuð

Ingibjörg Guðbjartsdóttir, forstöðumaður hjá Seðlabankum, Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota …
Ingibjörg Guðbjartsdóttir, forstöðumaður hjá Seðlabankum, Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota og Gunnar Andersen, forstjóri FME. mbl.is/Árni Sæberg

Í dag hafa verið fram­kvæmd­ar hús­leit­ir í fyr­ir­tækj­um og heim­il­um hér á landi. Í þess­um aðgerðum hafa tekið þátt um 30 starfs­menn efna­hags­brota­deild­ar Rík­is­lög­reglu­stjóra, Seðlabank­ans, Fjár­mála­eft­ir­lits­ins o.fl. Rann­sókn­in bein­ist að fé­lag­inu Aserta sem er skráð í Svíþjóð og fjór­um Íslend­ing­um.

Helgi Magnús Gunn­ars­son, sak­sókn­ari efna­hags­brota, Gunn­ar And­er­sen for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins og Ingi­björg Guðbjarts­dótt­ir for­stöðumaður gjald­eyris­eft­ir­lits Seðlabank­ans sögðu frá mál­inu á blaðamanna­fundi sem efna­hags­brota­deild Rík­is­lög­reglu­stjóra boðaði til og hófst kl. 15.00.

Rann­sókn­in sem stend­ur ný yfir snýst um brot á gjald­eyr­is­höft­um og lög­um um gjald­eyrisviðskipti. Helgi Magnús sagði að ís­lensk stjórn­völd hafi notið aðstoðar sænskra yf­ir­valda við rann­sókn máls­ins. Hús­leit­ir hér voru gerðar á fjór­um heim­il­um og einni starfs­stöð.

Málið hófst með kæru Fjár­mála­eft­ir­lits­ins til Rík­is­lög­reglu­stjóra, að und­an­geng­inni skoðun Seðlabank­ans,  19. nóv­em­ber 2009.

Helgi Magnús sagði að aðdrag­andi máls­ins sé að hluta til kom­inn frá Rík­is­lög­reglu­stjóra. Pen­inga­skrif­stofu sem er hjá efna­hags­brota­deild höfðu borist til­kynn­ing­ar frá til­kynn­ing­ar­skyld­um aðilum um grun­sam­leg viðskipti.

Rann­sókn­in bein­ist að fé­lag­inu Aserta AB sem er skráð í Svíþjóð og fjór­um Íslend­ing­um. Þeir eru tald­ir hafa raun­veru­lega stjórn á fé­lag­inu. 

Brot­in sem verið er að skoða varða fyrst og fremst ólög­mæta miðlun á gjald­eyri. Leyfi Seðlabank­ans þarf til að hafa milli­göngu um slíka starf­semi. Helgi Magnús sagði að viðskipt­in sem um ræði hafi verið um­fangs­mik­il og lík­leg til að hafa haft nei­kvæð áhrif á til­raun­ir stjórn­valda og Seðlabank­ans að vinna gegn veik­ingu krón­unn­ar.

Grun­semd­ir eru um að þetta fé­lag í Svíþjóð hafi tekið við er­lend­um gjald­eyri á reikn­inga sína og skipt hon­um á af­l­ands­markaði fyr­ir ís­lensk­ar krón­ur og voru þær síðan milli­færðar inn á reikn­inga hér á landi.

„Einnig kem­ur til skoðunar í tengsl­um við þetta hugs­an­legt pen­ingaþvætti, skatta­laga­brot og fleira,“ sagði Helgi Magnús. „Ekki hvað síst þá hugs­an­leg skila­skyldu­brot þeirra sem áttu viðskipti við þetta fé­lag.“

Heild­ar­velt­an á reikn­ing­um Aserta AB og tengdra fé­laga var 48 millj­arðar á því tíma­bili sem rann­sókn­in nær til, frá lok­um nóv­em­ber 2008 og fram í byrj­un októ­ber 2009.

Hreint inn­streymi til lands­ins í krón­um nem­ur rúm­um 13 millj­örðum ís­lenskra króna sem voru milli­færðar úr út­lend­um bönk­um inn á ís­lenska banka­reikn­inga. Þetta eru tæp 7% af heild­ar­veltu á gjald­eyr­is­markaði á þess­um tíma. 

Stærstu ein­stöku viðskipt­in eru í kring­um einn millj­arð. Fé­lagið er talið hafa átt í viðskipt­um við um 100 viðskipta­vini hér á landi um mót­töku ís­lensku krón­anna, bæði ein­stak­linga og fyr­ir­tæki. Viðskipti þess teygja sig víða á heimsvísu, m.a. til Banda­ríkj­anna, Lux­em­borg­ar, Bret­lands og Dan­merk­ur. 

Helgi Magnús sagði að unnið hafi verið að því að tryggja hugs­an­lega upp­töku ávinn­ings af þess­um brot­um með kyrr­setn­ing­um hér og er­lend­is í sam­vinnu við sænsk lög­reglu­yf­ir­völd. Búið er að kyrr­setja ein­hver hundruð millj­óna króna króna.

Fyr­ir fé­lag­inu Aserta eru skráðir tveir út­lend­ing­ar, ann­ar frá Gu­erns­ey og hinn fransk­ur. Þeir starfa hjá fé­lagi sem er skráð í Genf í Sviss. Það veit­ir þá þjón­ustu að stofna fé­lög og skipa stjórn­ir fé­laga.

Þeir fjór­ir Íslend­ing­ar sem eru til rann­sókn­ar áttu Aserta AB fram­eft­ir síðasta ári og eru tald­ir vera raun­veru­leg­ir stjórn­end­ur þess. Íslend­ing­arn­ir eru ekki með lög­heim­ili hér á landi. Þrír þeirra eru í haldi og yf­ir­heyrslu og sá fjórði í yf­ir­heyrslu. Menn­irn­ir munu hafa starfað við fjár­mála­starf­semi.

Fé­lagið var stofnað í Svíþjóð snemma árs 2009. Það skipti síðan um nafn þegar nýir eig­end­ur tóku við því. 

Helgi Magnús sak­sókn­ari sagði að Íslend­ing­arn­ir ættu hér fjöl­skyld­ur og börn. Það er til skoðunar hvort þeir verði sett­ir í far­bann. 

Helgi Magnús sagði að viðskipti af þessu tagi hafi verið ábata­söm. Mun­ur á gengi á ís­lensku krón­unni á af­l­ands­markaði og hér hafi verið 15-40%. Hann sagði að efna­hags­brota­deild muni beina kröft­um sín­um að því að hafa uppi á þess­um ávinn­ingi og kyrr­setja hann.

Gjald­eyr­ir­inn virðist hafa kom­ist ýmsu móti í hend­ur þeirra sem áttu viðskipti við Aserta AB. Sum­ir fengu hann fyr­ir út­flutn­ing vöru, bíla eða tækja en talið að aðrir hafi reynt að kom­ast yfir gjald­eyri með mála­mynda­gern­ing­um, t.d. til kaup­um á fast­eign eða jafn­vel að þeir vildu gefa til góðgerðar­mála.

Há­marks­refs­ing við brot­um af þessu tagi er tveggja ára fang­elsi. 

Seðlabank­inn með mörg mál í far­vatn­inu

Ingi­björg Guðbjarts­dótt­ir sagði þetta vera eitt af 26 mál­um sem Seðlabank­inn hafi þegar til­kynnt Fjár­mála­eft­ir­lit­inu um og eitt af sjö mál­um sem kærð hafa verið til lög­regl­unn­ar. Hún sagði um að ræða inn­streymi 13 millj­arða króna en í heild hafi komið hingað 27 millj­arðar króna á tíma­bil­inu svo þetta sé stór hluti þess. Heild­ar­inn­streymi á gjald­eyr­is­markaði á þess­um tíma var 380 millj­arðar.

Ingi­björg sagði að til­kynnt hafi verið um viðskipta­vini sænska fyr­ir­tæk­is­ins og for­svars­manna þess til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Hún sagði að ell­efu til­kynn­ing­ar séu vænt­an­leg­ar til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á næstu dög­um vegna þess­ara mála.

„Það er ljóst að þetta hef­ur áhrif á gjald­eyr­is­forðann okk­ar og gjald­eyr­is­stöðug­leik­ann,“ sagði Ingi­björg. „Þetta eru 13 millj­arðar sem hefði mátt gefa sér að hefðu átt að ber­ast í er­lend­um gjald­eyri til lands­ins og koma til styrk­ing­ar krón­unn­ar.“

Hún sagði að um væri að ræða brot á skila­skyldu og ólög­lega milli­göngu um gjald­eyrisviðskipti. Hún sagði þessi mál tengj­ast m.a. mála­mynda­gern­ing­um, þ.e. fá gjald­eyri á fölsk­um for­send­um og skipta hon­um fyr­ir krón­ur á af­l­ands­markaði. Einnig að þeir sem afli gjald­eyr­is skili hon­um ekki hingað með lög­leg­um hætti.

Ingi­björg taldi að með nýj­ustu tak­mörk­un á gjald­eyrisviðskipt­um hafi verið komið að mestu í veg fyr­ir svona hringi.  

Kall­ar á breytt skipu­lag hjá Fjár­mála­eft­ir­liti

Gunn­ar And­er­sen sagði að Fjár­mála­eft­ir­litið hafi unnið með Seðlabank­an­um að rann­sókn mála frá síðastliðnu sumri. Þeir hafi fengið til­kynn­ing­ar um sam­tals 25 mál. Þessi vinna hafi verið á grunni sér­staks sam­starfs­samn­ings milli stofn­an­anna. 

„Af þess­um 25 mál­um sem við höf­um fengið til okk­ar höf­um við kært átta mál, þetta er eitt af þess­um átta,“ sagði Gunn­ar. Önnur eru enn í rann­sókn og kunna sum þeirra að enda á sama hátt og þetta mál en önn­ur með stjórn­valds­sekt.

Gunn­ar sagði mál­in vera um­fangs­mik­il og fleiri á leiðinni. Það kalli á það að hugað verði að skipu­lagi hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu til að há­marka virkni í rann­sókn­un­um.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert