Ólafur Ragnar ræðir stöðu Íslands við fjölda fjölmiðla

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands Reuters

For­seti Íslands Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son hef­ur átt viðræður við fjölda áhrifa­manna á alþjóðavett­vangi, í fjár­mála­lífi og efna­hags­mál­um á Alþjóða efna­hagsþing­inu í Dav­os.

Þá hef­ur for­seti verið í ít­ar­leg­um viðtöl­um við fjöl­miðla: BBC, bæði sjón­varp og út­varp, og sjón­varps­stöðvarn­ar CNN, CNBC, Bloom­berg, Reu­ters og Al Jazeera, og var um að ræða heimsút­send­ing­ar þess­ara sjón­varps­stöðva. Þá hef­ur for­seti rætt við blaðamenn Wall Street Journal, Times á Írlandi og fleiri prent­miðla, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá for­seta­embætt­inu.

„Í öll­um viðtöl­un­um ræddi for­seti um stöðu Íslands og framtíðar­horf­ur, lær­dóm­ana sem draga má af banka­hrun­inu og hinni alþjóðlegu fjár­málakreppu sem og nauðsyn sam­starfs þjóða við end­ur­reisn efna­hags­lífs­ins.

Þá var for­seti máls­hefj­andi á sam­ræðufundi stjórn­enda banka, fjár­mála­fyr­ir­tækja og seðlabanka frá Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um þar sem fjallað var um lær­dóm­ana af reynslu síðustu miss­era og áhersl­ur á end­ur­bygg­ingu hins alþjóðlega fjár­mála­kerf­is. Einnig var for­seti máls­hefj­andi á fundi stjórn­enda margra helstu fjöl­miðlafyr­ir­tækja heims þar sem rætt var um hvernig fjöl­miðlar hefðu fjallað um fjár­málakrepp­una og stöðu ein­stakra landa sem og um nauðsyn­leg­ar um­bæt­ur í alþjóðlegri fjöl­miðlun svo að hún yrði raunsann­ari og efn­is­rík­ari," seg­ir í til­kynn­ingu.

For­seti Íslands átti einnig form­lega fundi með for­seta Slóven­íu dr. Dani­lo Türk og for­seta Lett­lands Vald­is Zatlers. Á fund­um for­set­anna var rætt um reynslu land­anna í glím­unni við fjár­málakrepp­una, erfiðleik­ana sem þjóðirn­ar fást nú við og nauðsyn sam­vinnu við aðra um lausn­ir.

Þá gerðu for­set­ar Slóven­íu og Lett­lands grein fyr­ir stöðu landa sinna inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins og lýstu báðir áhuga á að heim­sækja Ísland á þessu ári. For­seti Slóven­íu hef­ur sér­stak­an áhuga á sam­vinnu við Íslend­inga um nýt­ingu jarðhita í Slóven­íu, bæði til orku­fram­leiðslu og í tengsl­um við arðbær­ari land­búnað.

Í dag verður for­seti meðal máls­hefjenda á málþing­um um efl­ingu alþjóðlegs sam­starfs á sviði efna­hags­mála og fjár­mála­lífs, hvernig end­ur­skipu­leggja eigi eft­ir­lits­stofn­an­ir og koma á meira gagn­sæi og rík­ari ábyrgð. Einnig mun for­seti í dag taka þátt í umræðum um fæðuör­yggi og aðgerðir í sjálf­bærri land­nýt­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert