Rætt við Bos og Myners

Icesave
Icesave

Und­an­farn­ar vik­ur hafa verið stöðug sam­skipti milli ís­lenskra, breskra og hol­lenskra stjórn­valda vegna þeirr­ar stöðu sem kom­in er upp í Ices­a­ve­mál­inu. Síðdeg­is í dag er fyr­ir­hugaður fund­ur í Haag þar sem fjár­málaráðherra Hol­lands, aðstoðarfjármálaráðherra Bret­lands, fjár­málaráðherra Íslands og for­menn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks skipt­ast á upp­lýs­ing­um og ræða stöðu máls­ins.

Bjarni Bene­dikts­son, Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son héldu utan til fund­ar­ins í gær og hitta í dag Wou­ter Bos, fjár­málaráðherra Hol­lands, og Myners lá­v­arð, aðstoðarfjármálaráðherra Bret­lands, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert