Yfirheyrslur eru nú að hefjast aftur eftir stutt hlé yfir fjórum mönnum sem grunaðir eru um brot á gjaldeyrishöftum og lögum um gjaldeyrisviðskipti. Að sögn Helgi Magnúsar Gunnarssonar, saksóknara efnahagsbrota, lýkur yfirheyrslum í þessari lotu væntanlega upp úr miðnætti.
„Þetta er bara rétt að byrja,“ segir Helgi. Hann gerir ekki ráð fyrir að mennirnir verði aftur yfirheyrðir á morgun, heldur verði unnið áfram í málinu og þeir síðan yfirheyrðir aftur síðar.
Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum, segir Helgi, en telur þó frekar ólíklegt að svo verði.
Mennirnir sem um ræðir heita Karl Löve Jóhannsson, Gísli Reynisson, Ólafur Sigmundsson og Markús Máni Michaelsson. Þeir eru allir búsettir í Bretlandi.