Halda áfram að yfirheyra meinta gjaldeyrisbraskara

Mennirnir eru sakaðir um að hafa farið á svig við …
Mennirnir eru sakaðir um að hafa farið á svig við gjaldeyrishöftin. Árni Sæberg

Yf­ir­heyrsl­ur eru nú að hefjast aft­ur eft­ir stutt hlé yfir fjór­um mönn­um sem grunaðir eru um brot á gjald­eyr­is­höft­um og lög­um um gjald­eyrisviðskipti. Að sögn Helgi Magnús­ar Gunn­ars­son­ar, sak­sókn­ara efna­hags­brota, lýk­ur yf­ir­heyrsl­um í þess­ari lotu vænt­an­lega upp úr miðnætti. 

„Þetta er bara rétt að byrja,“ seg­ir Helgi. Hann ger­ir ekki ráð fyr­ir að menn­irn­ir verði aft­ur yf­ir­heyrðir á morg­un, held­ur verði unnið áfram í mál­inu og þeir síðan yf­ir­heyrðir aft­ur síðar.

Ekki hef­ur verið ákveðið hvort farið verði fram á gæslu­v­arðhald yfir mönn­un­um, seg­ir Helgi, en tel­ur þó frek­ar ólík­legt að svo verði.

Menn­irn­ir sem um ræðir heita Karl Löve Jó­hanns­son, Gísli Reyn­is­son, Ólaf­ur Sig­munds­son og Markús Máni Michaels­son. Þeir eru all­ir bú­sett­ir í Bretlandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka