Yfirheyrslur í gangi

Meðal þeirra sem eru grunaðir um brot á gjald­eyr­is­höft­um og lög­um um gjald­eyrisviðskipti eru þeir Ólaf­ur Sig­munds­son, Gísli Reyn­is­son og Markús Máni Michaels­son, skv. heim­ild­um mbl.is. Alls eru þrír menn í haldi í lög­reglu og sá fjórði í yf­ir­heyrslu.

Starfs­menn efna­hags­brota­deild­ar Rík­is­lög­reglu­stjóra, Seðlabank­ans, Fjár­mála­eft­ir­lits­ins hafa unnið að rann­sókn máls­ins, sem bein­ist að fé­lag­inu Aserta, sem er skráð í Svíþjóð, og fjór­um Íslend­ing­um. Málið var kynnt á blaðamanna­fundi í dag.

Grun­semd­ir eru um að fé­lagið hafi tekið við fjár­mun­um á reikn­inga sína án þess að hafa leyfi til þess frá Seðlabank­an­um. Það hafi keypt krón­ur á af­l­ands­markaði. Heild­ar­velt­an á reikn­ing­um þessa fé­lags og tengdra fé­laga er 48 millj­arðar á því tíma­bili sem rann­sókn­in nær til.

Fyr­ir fé­lag­inu Aserta eru skráðir tveir út­lend­ir ein­stak­ling­ar. Fjór­ir Íslend­ing­ar, sem ekki eru bú­sett­ir á Íslandi, eru tald­ir vera raun­veru­leg­ir stjórn­end­ur þess.  Þrír þeirra eru í haldi og sá fjórði í yf­ir­heyrslu, sem fyrr seg­ir. Menn­irn­ir hafa starfað við fjár­mála­starf­semi.

Fram kom á blaðamanna­fund­in­um að ís­lensk stjórn­völd hafi notið aðstoðar sænskra yf­ir­valda við rann­sókn máls­ins. 

Þá kom fram að aðdrag­andi máls­ins sé að hluta til kom­inn frá Rík­is­lög­reglu­stjóra. Pen­inga­skrif­stofu sem er hjá efna­hags­brota­deild höfðu borist til­kynn­ing­ar frá til­kynn­ing­ar­skyld­um aðilum um grun­sam­leg viðskipti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert