700 milljóna króna bati á milli ára

Svanhildur Kaaber, formaður útvarpsráðs, Páll Magnússon útvarpsstjóri ásamt fundarritara á …
Svanhildur Kaaber, formaður útvarpsráðs, Páll Magnússon útvarpsstjóri ásamt fundarritara á aðalfundinum í Efstaleitinu í gær. Heiðar Kristjánsson

Páll Magnússon útvarpsstjóri segir hagræðingu hafa skilað sér. „Fyrir um ári, um áramótin næstsíðustu, beint í kjölfar hrunsins, gripum við til mjög umfangsmikilla hagræðingaraðgerða upp á samtals 700 milljónir á ári.

Það voru um 16% af rekstrarkostnaði sem við spöruðum. Þetta þýddi að þegar þessar hagræðingaraðgerðir voru komnar til framkvæmda, sem var á vormánuðum 2009, tókst okkur að snúa tapi í hagnað.“

Að sögn Páls var afkoman á fyrstu sex mánuðum rekstrarársins frá september 2008 til september 2009 365 milljónir í tap en á seinni hluta ársins tókst að koma þessari tölu í hagnað upp á 94 milljónir þannig að endanlegt tap hljóðaði upp á 271 milljón.

Sjá nánari umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert