Áfram Ísland

Áfram Ísland!
Áfram Ísland! mbl.is/Ómar

 Flest­ir Íslend­ing­ar sitja nú límd­ir við skjá­inn og fylgj­ast með ís­lenska karla­landsliðinu í hand­knatt­leik leika gegn Frökk­um í Aust­ur­ríki. Fjöl­marg­ir stuðnings­menn ís­lenska liðsins eru sam­an­komn­ir í íþrótta­hús­inu við Hlíðar­enda og hvetja liðið til dáða. Hlé var gert á þjóðfundi á Eg­ils­stöðum á meðan leik­ur­inn stend­ur yfir enda fáir sem vilja missa af þess­um viðburði.

Í grein Andra Karls sem birt­ist í Morg­un­blaðinu í dag kom fram að sann­kallað hand­knatt­leik­sæði hef­ur heltekið ís­lensku þjóðina. Sama hvar komið er ræða menn um gengi ís­lenska landsliðsins á Evr­ópu­mót­inu í Aust­ur­ríki og ef áhorfstöl­ur Capacent eru skoðaðar sést hversu stór hluti þjóðar­inn­ar fylg­ist með á skján­um.

Flest­ir horfðu á leik Íslands og Dan­merk­ur í riðlakeppn­inni en þá var upp­safnað áhorf 81,7%. Til sam­an­b­urðar má nefna að upp­safnað áhorf á ára­móta­s­kaupið síðasta var 78% og árið 2008 var það 82,2%. Lands­leik­ur­inn kemst þó ekki með tærn­ar þar sem Evr­óvi­sjón hef­ur hæl­ana. Fátt virðist sam­eina þjóðina bet­ur og upp­safnað áhorf á fram­lag Jó­hönnu Guðrún­ar var 92%. Úrslita­keppni Evr­óvi­sjón árið 2008 fékk einnig gíf­ur­legt áhorf, eða 91%.

Verður met sett í dag?

Þess­ar töl­ur eru ekki síst at­hygl­is­verðar ef skoðað er upp­safnað áhorf á tvo síðustu leiki Íslands á Ólymp­íu­leik­un­um í Pek­ing. Í undanúr­slit­um lék ís­lenska liðið gegn því spænska í há­deg­inu á föstu­degi og var upp­safnað áhorf 73%. Áhorf á sjálf­an úr­slita­leik­inn var litlu minna, 66%, en hafa verður í huga að hann var leik­inn kl. 7.45 að ís­lensk­um tíma.

En það eru ekki aðeins ís­lensku strák­arn­ir sem vekja áhuga því leik­ir annarra liða hafa fengið mikið áhorf. Þannig mæld­ist upp­safnað áhorf 44,1% á leik Serbíu og Dan­merk­ur og í ald­urs­hópn­um 12-49 ára mæld­ist 46% áhorf á leik Aust­ur­rík­is og Serba.

Íslendingar standa svo sannarlega með Strákunum okkar - hópur fólks …
Íslend­ing­ar standa svo sann­ar­lega með Strák­un­um okk­ar - hóp­ur fólks er komið sam­an á Hlíðar­enda að fylgj­ast með mbl.is/Ó​mar
Stemming á Hlíðarenda
Stemm­ing á Hlíðar­enda mbl.is/Ó​mar
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert