Sala á tóbaki hjá Áfengis- og tókbaksverslun ríkisins tók mikinn kipp í desember sl. og ekki síst síðustu daga ársins. Auðséð er, að auknar álögur sem lagðar voru á tóbak 1. janúar sl. spiluðu stórt hlutverk í sölukippnum og ljóst að smásalar margir hverjir birgðu sig upp af tóbaki.
Samkvæmt óvísindalegri könnun Morgunblaðsins hækkuðu þeir engu að síður verð á vindlingum þegar á fyrstu dögum nýs árs.
Rúmlega sex prósenta samdráttur var í sölu ÁTVR á vindlingum til smásala á síðasta ári. Frá janúar til loka nóvember mældist átta prósenta samdráttur en salan í desember var ekki í neinum takti við það tímabil. Um þrettán prósenta söluaukning var í mánuðinum miðað við sama mánuð ári áður, 157 þúsund karton af vindlingum seldust og merkjanleg aukning var í síðari hluta mánaðarins. Í desember 2008 seldust hins vegar 139 þúsund karton.
Frjáls álagning
Jóhannes segir að ef smásalar geti leikið þennan leik, þ.e. að birgja sig upp og hækka verð um leið og álögur hækka hljóti það að vekja spurningar um samkeppni. „Er ekki virk samkeppni milli smásala með þessa tilteknu vöru?“ Jóhannes segist hins vegar ekki vilja um það spá.