Bjartsýnir eftir fund í Haag

Rætt var við Breta og Hollendinga í Haag.
Rætt var við Breta og Hollendinga í Haag. Ómar Óskarsson

„Ég held að menn hafi áttað sig bet­ur á því hvernig báðir aðilar meta stöðu máls­ins, þeim áhyggj­um sem menn hafa og þeim mögu­leik­um sem kunna að vera í stöðunni að viss­um for­send­um upp­fyllt­um,“ seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, sem er ný­lent­ur eft­ir viðræður í Haag við Breta og Hol­lend­inga.

Hann seg­ir fund­inn hafa verið gagn­leg­an og tel­ur að staðan hafi skýrst. Ekki hafi þó verið um form­leg­an samn­inga­fund að ræða.

„Það kom á dag­inn að það er al­veg hægt að ræða við þessa menn,“ sagði Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, eft­ir fund­inn. Hann er bjart­sýnn á að hægt verði að semja um betri niður­stöðu. Und­ir það tek­ur Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. 

Nán­ar verður rætt við for­menn­ina í Morg­un­blaðinu í dag.



mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert