Fjórmenningar lausir úr haldi

Ingibjörg Guðbjartsdóttir, forstöðumaður hjá Seðlabankum, Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota …
Ingibjörg Guðbjartsdóttir, forstöðumaður hjá Seðlabankum, Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota og Gunnar Andersen, forstjóri FME greindu frá rannsókn málsins. mbl.is/Árni Sæberg

Fjórmenningar sem handteknir voru í gær, vegna gruns um stórfelld brot á lögum um gjaldeyrisviðskipti, voru látnir lausir eftir að yfirheyrslum lauk seint í gærkvöldi. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota, sagði að rannsókn málsins yrði haldið áfram aðallega hér á landi.

Íslensk lögregluyfirvöld njóta aðstoðar sænsku lögreglunnar við rannsókn málsins. Sænska félagið Aserta AB gegndi lykilhlutverki við að kaupa íslenskar krónur fyrir gjaldeyri á aflandsmarkaði á miklu lægra gengi en gilti hér á landi.  Mennirnir fjórir eru taldir vera raunverulegir stjórnendur Aserta AB.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert