Forsetinn á leið til Vínarborgar

Ólafur Ragnar og Dorrit með handboltalandsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking.
Ólafur Ragnar og Dorrit með handboltalandsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking. Brynjar Gauti

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun ásamt Dorrit Mousaieff koma til Vínarborgar á morgun, á leið sinni frá Davos í Sviss, til að sjá Íslendinga leika um annað hvort gull eða brons. Eftir því sem best er vitað er enginn ráðherra staddur í Vínarborg.

Að sögn Elíasar Jóns Guðjónssonar, fjölmiðlafulltrúa fjármálaráðherra, sem er að taka við starfi aðstoðarmanns menntamálaráðherra, eru hvorki Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra né Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra á leið til Vínarborgar en Katrín en jafnframt ráðherra íþróttamála.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka