„Sala gæti orðið treg og eigendur þurft að slá talsvert af verði ef fjöldi stærri eigna kemur á markað í einu,“ segir Jón Guðmundsson, löggiltur fasteignasali hjá Fasteignamarkaðnum ehf.
Í fyrradag var skrifað undir samning um kaup félags í eigu dvalarheimilisins Grundar á þremur íbúðablokkum í Mörkinni í Reykjavík af Landsbankanum. Í blokkunum eru 78 lúxusíbúðir.
Ætla má að þeir sem vilja flytja sig í Mörkina séu fólk sem býr til dæmis í einbýlis- eða raðhúsum en sala á slíkum eignum hefur verið fremur hæg undanfarið.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.