Hafa náð báðum úr sprungunni

Þyrla Landhelgisgæslunnar að koma til lendingar á Landspítalanum
Þyrla Landhelgisgæslunnar að koma til lendingar á Landspítalanum Ljósmynd:Jóhann Kristjánsson

Búið er að ná bæði konu og barni upp úr sprungu sem þau lentu í á Lang­jökli fyrr í dag. Þyrla er kom­in til Reykja­vík­ur með annað þeirra, en þau fara bæði til aðhlynn­ing­ar á slysa- og bráðadeild Land­spít­al­ans. Önnur þyrla er ný­lega lögð af stað frá Lang­jökli með hina mann­eskj­una.

Ekki hafa feng­ist upp­lýs­ing­ar um líðan fólks­ins.

Eins og greint var frá á mbl.is fyrr í dag voru kon­an og barnið ásamt hópi fólks í jeppa­ferð á jökl­in­um. Um klukk­an eitt bár­ust björg­un­ar­sveit­um Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar frá Akra­nesi, Borg­ar­nesi og höfuðborg­ar­svæðinu til­kynn­ing um að tvær mann­eskj­ur hefðu fallið í sprungu á Lang­jökli vest­an­verðum.

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar lenti á jökl­in­um rétt eft­ir klukk­an hálf tvö með björg­un­ar­sveitar­fólk. Nokkr­ar þyrlu­ferðir voru farn­ar milli höfuðborg­ar­svæðis­ins og Lang­jök­uls, meðal ann­ars með búnað frá rúst­a­björg­un­ar­sveit­inni og lækna.

Þá fór þónokk­ur fjöldi björg­un­ar­sveitar­fólks land­leiðina og upp á jök­ul­inn á snjósleðum, en alls tóku rúm­lega hundrað ein­stak­ling­ar þátt í björg­un­inni uppi á jökl­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert