Fréttaskýring: Loðnuvertíðin gæti gefið átta milljarða

Loðnuskipin streyma nú á miðin.
Loðnuskipin streyma nú á miðin. Rax / Ragnar Axelsson

Haf­rann­sókna­stofn­un lagði í gær til að leyfðar yrðu veiðar á 130 þúsund tonn­um af loðnu í vet­ur. Jón Bjarna­son, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, ákvað í fram­hald­inu að heim­ila veiðar á því magni, en þar af koma rúm 90 þúsund tonn í hlut ís­lenskra skipa sam­kvæmt ákvæðum samn­inga við önn­ur lönd um nýt­ingu stofns­ins.

Í til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu seg­ir að um­rætt magn geti svarað til um 10 millj­arða króna verðmæta í út­flutn­ingi. Þar seg­ir enn­frem­ur að ráðherra leggi áherslu á að veiðum og full­vinnslu þessa afla verði hagað með þeim hætti, að sem mest­ur þjóðhags­leg­ur ábati skap­ist.

Fyrsta loðnu­skipið, Vil­helm Þor­steins­son, er þegar komið á miðin og aðrir gætu hafið veiðar næstu daga. Útgerðar­menn munu fylgj­ast náið með hrogna­fyll­ingu loðnunn­ar og reyni að veiða hana þegar hún er verðmæt­ust. Þeir sem rætt var við í gær fögnuðu út­hlutuðum kvóta og sögðust bjart­sýn­ir á að meira fynd­ist af loðnu. Þeir bentu á að sum árin hefði loðna ekki fund­ist fyrr en und­ir lok fe­brú­ar. Loðnu­vertíð hef­ur oft staðið fram yfir miðjan mars.

Útgerðar­menn giskuðu á að út­flutn­ings­verðmæti þeirra 90 þúsund tonna sem koma í hlut Íslend­inga yrði yfir 8 millj­örðum króna. Verð á loðnu­af­urðum er hátt um þess­ar mund­ir og gengið hag­stætt út­flutn­ings­grein­um. Norðmenn munu vænt­an­lega bæði frysta loðnu­hrogn og loðnu fyr­ir Jap­an í vet­ur og með auknu fram­boði muni verðin frá því í fyrra­vet­ur lækka. Þá var lítið fram­boð og verð í hæstu hæðum. Fær­ey­ing­ar og Græn­lend­ing­ar landa sín­um afla lík­lega hér.

Áfram verður fylgst með hegðun og göng­um loðnunn­ar og fylg­ist Árni Friðriks­son næstu daga með göng­unni djúpt út af Suðaust­ur­landi. Fyrsta gang­an gæti á næst­unni þétt sig og komið upp á grunnið. Metið verður eft­ir helgi hvort Súl­an verður send til leit­ar á ný.

Loðna á stóru svæði

Dag­ana 22.-29. janú­ar var Árni Friðriks­son við mæl­ing­ar á stærð stofns­ins úti fyr­ir Aust­ur- og Norður­landi, ásamt Súl­unni EA sem verið hef­ur til aðstoðar við kort­lagn­ingu loðnu á svæðinu. Eins og sjá má á meðfylgj­andi mynd fannst loðna allt frá svæðinu út af Aust­fjörðum, norður um, allt að 18°V. Alls mæld­ust 348 þús. tonn af hrygn­ing­ar­loðnu á þessu svæði.

Að teknu til­liti til þess­ara mæl­inga er hrygn­ing­ar­stofn loðnu áætlaður um 530 þúsund tonn, en gild­andi afla­regla ger­ir ráð fyr­ir að 400 þúsund tonn séu skil­in eft­ir til hrygn­ing­ar, seg­ir í frétt frá Haf­rann­sókna­stofn­un.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert