„Það er augljóslega mjög mjótt á mununum og úrslit ráðast ekki fyrr en síðustu atkvæði hafa verið talin,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði.
Ekki munar nema tíu atkvæðum á Rósu og Valdimar Svavarssyni í baráttunni um fyrsta sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Von er á næstu tölum eftir um það bil hálftíma og bíður Rósa spennt eftir þeim.
Ljóst er að mikil endurnýjun verður á lista sjálfstæðismanna, enda Rósa sú eina af sitjandi bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks sem gefur kost á sér áfram.