„Það er verið að kúga okkur"

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands mbl.is/Ómar

For­seti Íslands, Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, sak­ar Breta og Hol­lend­inga um að kúga Íslend­inga fjár­hags­lega. Þetta kem­ur fram í viðtali banda­rísku sjón­varps­stöðvar­inn­ar CNN við for­set­ann í gær. Er fyr­ir­sögn viðtals­ins For­seti Íslands: Það er verið að kúga okk­ur.

Ólaf­ur Ragn­ar seg­ir að rík­in tvö hafi nýtt sér áhrif sín hjá Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðnum til þess að koma í veg fyr­ir að sjóður­inn myndi lána Íslandi þá 2 millj­arða Banda­ríkja­dala sem þyrfti til þess að byggja upp landið á ný.

„Það er verið að kúga okk­ur. Bret­ar og Hol­lend­ing­ar eru að nota áhrif sín hjá AGS til þess að koma í veg fyr­ir að áætl­un AGS haldi áfram," seg­ir í viðtali  Rich­ard Qu­est, frétta­manns CNN við for­set­ann.

Ólaf­ur Ragn­ar seg­ir Ísland lítið ríki sem er reiðubúið til að bera sinn hluta af byrðunum en Íslend­ing­ar vilja ekki vera sett­ir út í horn á þann hátt að efna­hag­ur lands­ins næstu tíu árin er í húfi.

Vísað er til orða Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­sæt­is­ráðherra, á vef CNN þar sem hún ýjar að því að ákvörðun Ólafs Ragn­ars um að skrifa ekki und­ir geti tafið efna­hags­bat­ann á Íslandi og að Ísland verði hluti af Evr­ópu­sam­band­inu.

Gert í þágu lýðræðis­ins

Ólaf­ur Ragn­ar seg­ir í viðtal­inu að ákvörðun hans sé í þágu lýðræðis. Hann hafi farið að vilja þjóðar­inn­ar, að fjórðung­ur henn­ar hafi skrifað und­ir áskor­un til hans um að skrifa ekki und­ir lög sem leggi rúm­ar 2,2 millj­ón­ir króna á hvern íbúa.

„Við höf­um gleymt að það eru tveir mátt­ar­stólp­ar í vest­rænni arf­leið sem við erum stolt af. Ann­ar er þróun frjáls markaðar og hinn er lýðræðisþró­un­in," seg­ir Ólaf­ur Ragn­ar í viðtali við CNN.

„Og það sem ég gerði þegar ég varð að velja á milli fjár­hags­legra hags­muna ann­ars veg­ar og lýðræðis hins veg­ar þá valdi ég lýðræðið."

Fjár­mála­leg hryðju­verk­a­starf­semi af hálfu Breta

Ólaf­ur Ragn­ar fer yfir í viðtal­inu þegar bresk stjórn­völd settu Ísland á lista yfir þá sem grunaðir eru um hryðju­verk. „Þeir settu land mitt á op­in­ber­an vef bresku rík­is­stjórn­ar­inn­ar við hlið al-Qa­eda og talib­ana." 

Eins þegar Gor­don Brown og Al­ista­ir Darling, mættu í sjón­varp í októ­ber 2008, þar á meðal CNN, og sögðu að Ísland væri gjaldþrota.

Sem var full­kom­in þvæla og ekk­ert annað er fjár­mála­leg hryðju­verk­a­starf­semi af þeirra hálfu, að sögn for­seta Íslands. „Þetta hafði þau áhrif að fyr­ir­tæki alls staðar í heim­in­um sem áttu í sam­skipt­um við Ísland, lokuðu fyr­ir þau."

Þetta seg­ir Ólaf­ur Ragn­ar að hafi haft veru­lega slæm áhrif á efna­hag Íslands og hann því orðið verri en hann hefði þurft að verða.

Viðtalið í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert