Keyrði með tvo stuðara um bæinn

Lögreglan á Selfossi stöðvaði mann grunaðan um ölvun við akstur.
Lögreglan á Selfossi stöðvaði mann grunaðan um ölvun við akstur.

Lög­regl­an á Sel­fossi stöðvaði mann grunaðan um ölv­un við akst­ur í nótt, eft­ir að ábend­ing­ar höfðu borist um að hann keyrði um bæ­inn með auka-stuðara aft­an á bíl sín­um.

Maður­inn hafði setið að sumbli á 800 bar þegar hann ákvað að keyra heim. Heim­ferðin hófst ekki gæfu­lega, því á plan­inu fyr­ir utan bar­inn bakkaði hann á kyrr­stæðan bíl, með þeim af­leiðing­um að stuðari bíls­ins sem keyrt var á losnaði og fest­ist aft­an á bíl hins ölvaða.

Lög­regl­unni bár­ust fjöldi ábend­inga um und­ar­legt öku­lag manns, sem auk þess væri með auka-stuðara aft­an á bíl sín­um. Þegar hún stöðvaði mann­inn var hins veg­ar auka-stuðar­inn horf­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert